Sádi-arabíski hægri bakvörðurinn Saud Abdulhamid er á leið til Roma frá Al Hilal en þetta fullyrðir Fabrizio Romano á X.
Abdulhamid er 25 ára gamall og spilað með bæði Al Hilal og Al Ittihad í heimalandinu.
Hann á 36 landsleiki og 1 mark fyrir landslið Sádi-Arabíu og var meðal annars í hópnum sem fór á HM í Katar fyrir tveimur árum.
Þetta eina mark sem hann hefur skorað fyrir Sádi-Arabíu kom í 1-0 sigri á Íslandi er þjóðirnar mættust í vináttuleik fyrir tveimur árum.
Á síðasta tímabili var hann fastamaður í vörn Al Hilal sem varð deildarmeistari
Romano fullyrðir að Roma hafi náð samkomulagi við Al Hilal um kaup á Abdulhamid. Kaupverðið er í kringum þrjár milljónir evra.
Al Hilal er að fá annan hægri bakvörð í staðinn en félagið er í viðræðum við Manchester City um portúgalska leikmanninn Joao Cancelo.
Athugasemdir