Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mán 26. ágúst 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vangaveltur
Svona gæti landsliðshópurinn litið út - Brosandi Gylfi merki um endurkomu?
Icelandair
Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide.
Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Rafn er aðalmarkvörður landsliðsins.
Hákon Rafn er aðalmarkvörður landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir er besti varnarmaður landsliðsins.
Sverrir er besti varnarmaður landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Steinn lék vel á Wembley. Hann verður ekki með vegna meiðsla.
Bjarki Steinn lék vel á Wembley. Hann verður ekki með vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hákon Arnar er algjör lykilmaður í landsliðinu.
Hákon Arnar er algjör lykilmaður í landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Lucas á eftir að finna taktin í Belgíu en hefur leikið vel með landsliðinu.
Andri Lucas á eftir að finna taktin í Belgíu en hefur leikið vel með landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Dagur skoraði sigurmarkið á Wembley og er að skipta um félag.
Jón Dagur skoraði sigurmarkið á Wembley og er að skipta um félag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Snýr Gylfi aftur í hópinn?
Snýr Gylfi aftur í hópinn?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á miðvikudag mun landsliðsþjálfarinn, Age Hareide, tilkynna leikmannahóp sinn fyrir leiki í Sambandsdeildinni. Framundan er heimaleikur gegn Svartfjallalandi og útileikur gegn Tyrklandi.

24 eru valdir í leikmannahópinn hér að neðan en einhverjir á listanum eru tæpir. Samantektin er að sjálfsögðu til gamans gerð, en landsliðshópurinn verður líklega eitthvað í líkingu við þann sem settur er saman hér að neðan.

Uppfært 14:45: Bjarki Steinn verður ekki með vegna meiðsla og dettur hann því úr þessum mögulega hópi. Hlynur Freyr fer á listann í hans stað.

Markverðir - Elías bankar fast
Hákon Rafn Valdimarsson (Brentford) - Aðalmarkvörður landsliðsins og á bekknum hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni. Heldur sæti sínu sem aðalmarkvörður en Elías er að banka fast. Vonandi fær hann að standa í markinu gegn Colchester í deildabikarnum á miðvikudagskvöld.

Elías Rafn Ólafsson (Midtjylland) - Lék á láni í portúgölsku B-deildinni í fyrra, spilaði alla leiki og kemur til baka til Danmerkur og fær kallið sem aðalmarkvörður dönsku meistaranna. Hefur farið afskaplega vel af stað á tímabilinu.

Patrik Sigurður Gunnarsson (Kortrijk) - Kominn í belgísku úrvalsdeildina og er þar aðalmarkvörður. Er þriðji kostur landsliðsins eins og staðan er í dag.

Aðrir kostir:
Rúnar Alex Rúnarsson (Kaupmannahöfn) og Lúkas Petersson (Hoffenheim). Rúnar Alex varmarkvörður FCK og fyrrum aðalmarkvörður landsliðsins. Lúkas er aðalmarkvörður U21 landsliðsins.

Varnarmenn - Tæpir leikmenn og fáir toppar
Sverrir Ingi Ingason (Panathinaikos) - Besti varnarmaður íslenska landsliðsins.

Daníel Leó Grétarsson (SönderjyskE) - Lék virkilega vel á Wembley gegn Englandi og fór upp um deild með SönderjyskE í Danmörku í vor.

Kolbeinn Birgir Finnsson (Utrecht) - Tók flott skref á sínum ferli í þessum mánuði, fór frá Lyngby í hollensku úrvalsdeildina. Líklegur í að byrja fyrsta leik í Þjóðadeildinni.

Guðlaugur Victor Pálsson (Plymouth) - Ekki með í síðustu leikjum Plymouth vegna meiðsla á læri. Byrjunarliðsmaður ef hann er heill.

Logi Tómasson (Strömsgodset) - Átt frábært tímabil í Noregi og er að öllum líkindum á förum í sumar, líklega til Kortrijk í Belgíu.

Valgeir Lunddal Friðriksson (Häcken) - Verður í hópnum ef hann er heill. Getur spilað báðu megin og er á leið til Þýskalands, Fortuna Düsseldorf, þegar Häcken skrifar undir félagaskiptin.

Hlynur Freyr Karlsson (Brommapojkarna) - Byrjunarliðsmaður í U21 landsliðinu og er að fá mínútur hjá Brommapojkarna. Var valinn fyrir leikina í júní en missti af þeim vegna meiðsla. Getur leyst hægri bakvörð og miðvörð.

Aðrir kostir:
Guðmundur Þórarinsson (Noah), Alfons Sampsted (Birmingham), Rúnar Þór Sigurgeirsson (Willem II), Nóel Atli Arnórsson (Álaborg), Dagur Dan Þórhallsson (Orlando), Hjörtur Hermannsson (Pisa) og Brynjar Ingi Bjarnason (Ham-Kam).

Það eru margir aðrir kostir, ástæðan kannski helst sú að það vantar fleiri toppa varnarlega og margir svipaðir af gæðum. Þá eru einnig meiðsli.

Nóel (2006) verður landsliðsmaður, hann er að spila í dönsku úrvalsdeildinni, en núna er líklega komið að U21 landsliðinu hjá honum áður en stóra skrefið verður tekið. Alfons er ekki búinn að byrja leik með Birmingham, Guðlaugur Victor, Bjarki Steinn og Valgeir Lunddal eru allir að glíma við meiðsli en verða vonandi klárir eftir næstu helgi. Hörður Björgvin Magnússon (Panathinaikos) verður svo vonandi klár í leikina í október.

Miðjumenn - Snýr Gylfi aftur?
Jóhann Berg Guðmundsson (Al-Orobah) - Farinn til Sádi-Arabíu og spilaði strax sinn fyrsta leik. Minna leikjaálag og hærri laun, ekki hægt að kvarta.

Arnór Ingvi Traustason (Norrköping) - Verið gjörsamlega frábær undir stjórn Hareide.

Jón Dagur Þorsteinsson (Leuven) - Spilað takmarkað í Belgíu þar sem hann hefur verið að horfa í kringum sig í sumar. Virðist vera á leið til Hertha Berlin.

Mikael Neville Anderson (AGF) - Byrjaði landsleikina í júní og stóð sig vel. Er algjör lykilmaður hjá AGF og orðaður við stærri félög.

Mikael Egill Ellertsson (Venezia) - Í byrjunarliðinu í Serie A og hjálpaði Venezia að fá stig gegn Fiorentina í gær.

Kristian Nökkvi Hlynsson (Ajax) - Ég skil ekki alveg stöðu Kristians hjá Ajax en tímabilið er ungt. Var utan hóps í síðasta Evrópuleik en nær vonandi að vinna sig aftur inn í stórt hlutverk í liðinu. Að spila reglulega með Ajax er risastórt. Hann hefur glímt við meiðsli á mjöðm sem hafa sett strik í reikninginn og kannski útskýrir það minna hlutverk en hann var í á síðasta tímabili.

Stefán Teitur Þórðarson (Preston) - Tók gott skref í sumar, fór frá Silkeborg og til Preston í Champipnship. Getur leyst allar stöðurnar á miðjunni.

Willum Þór Willumsson (Birmingham) - Kannski hægt að setja spurningamerki við það að velja leikmann úr ensku C-deildinni, en Willum hefur verið í hlutverki hjá Hareide og Birmignham er miklu stærra svið heldur en Go Ahead Eagles.

Gylfi Þór Sigurðsson (Valur) - Endurkoma? Það er allavega pláss fyrir hann í hópnum. Auðvitað lang gæðamesti leikmaður Bestu deildarinnar og hefur spilað best í deildinni í stærstu leikjunum. Markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins.

Ísak Bergmann Jóhannesson (Düsseldorf) - Lykilmaður í liði Düsseldorf sem ætlar sér upp úr þýsku B-deildinni.

Arnór Sigurðsson (Blackburn) - Hetja Blackburn um liðna helgi. Gerir sterkt tilkall í byrjunarliðssæti í landsliðinu.

Aðrir kostir:
Júlíus Magnússon (Fredrikstad) og Kolbeinn Þórðarson (Gautaborg).

Mikil gæði og mikil breidd inn á miðsvæðinu. Er Gylfi að koma aftur inn í hópinn? Hann kæmi þá inn sem sóknarsinnaður miðjumaður eða aftari framherji fyrir aftan Orra eða Andra Lucas. Þegar hann var spurður út í landsliðið í viðtali í gær þá brosti hann (sjá viðtal neðst í þessari umfjöllun) og mögulega eru það fyrirheit um að hann verði með í komandi leikjum.

Aron Einar Gunnarsson fór af velli meiddur í leik Þórs gegn Leikni í Lengjudeildinni. Ef hann hefði náð að halda sér heilum og náð að sýna sömu frammistöðu og gegn Njarðvík í fyrsta leik sínum með Þór, þá er ég viss um að landsliðfyrirliðinn væri aftur kominn í hópinn og á leið til Freysa í Belgíu. Það er ekki staðan í dag, en vonandi fyrir Aron að hann nái sér heilum og fái kallið erlendis frá fyrir veturinn.

Ef að það verður, eins og oftast er, 23 manna hópur og allir sem hér eru „valdir" í hópinn eru heilir heilsu, þá er langlíklegast að skorið verði niður á miðjumannalistanum.

Framherjar
Hákon Arnar Haraldsson (Lille) - Töframaður sem verður að vera í liðinu. Vann sér inn stórt hlutverk hjá Lille og er að spila vel.

Andri Lucas Guðjohnsen (Gent) - Ekki alveg fundið taktinn í markaskorun í Belgíu til þessa, en tímabilið er ungt. Góður taktur í landsliðinu þegar Andri var inn á í mars.

Orri Steinn Óskarsson (Kaupmannahöfn) - Heitasti bitinn á markaðnum, mikið hrós á Orra fyrir frábæra byrjun á tímabilinu. EN landsliðið var ekki að tikka jafnvel með hann í mars þegar Andri var inn á í umspilsleikjunum í mars.

Aðrir kostir:
Elías Már Ómarsson (NAC Breda), Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik), Alfreð Finnbogason (Eupen). Sævar Atli Magnússon (Lyngby) og Nökkvi Þeyr Þórisson (St. Louis).

Nokkuð sjálfvalið. Mál Alberts verður tekið fyrir á næstunni og þá kemur í ljós hvað tekur við hjá honum. En á meðan það er óljóst verður hann ekki í hópnum. Ef það á að leita í reynslu þá fær Alfreð kallið, en það skip gæti verið siglt.
Gylfi Þór um meint ósætti: Held að Valur hafi nú svarað því bara ágætlega
Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 2 1 1 0 3 - 1 +2 4
2.    Wales 2 1 1 0 2 - 1 +1 4
3.    Ísland 2 1 0 1 3 - 3 0 3
4.    Svartfjallaland 2 0 0 2 1 - 4 -3 0
Athugasemdir
banner
banner
banner