Ben Doak, 17 ára gamall leikmaður Liverpool, spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir félagið í kvöld er liðið vann góðan 3-1 sigur á Aston Villa á Villa Park.
Doak, sem er fæddur árið 2005, æfði og spilaði með Liverpool á stutta undirbúningstímabilinu í HM-pásunni.
Hann sýndi góða takta gegn AC Milan í æfingaleik og var Jürgen Klopp heillaður af framlagi hans í æfingaferðinni.
Doak fékk tækifærið í deildinni í kvöld er hann kom inná fyrir Darwin Nunez á 88. mínútu.
Það tók hann ekki langan tíma að koma sér fyrir því aðeins tæpri mínútu eftir að hann kom inná fór hann illa með franska vinstri bakvörðinn Lucas Digne.
Doak fékk boltann á vængnum og í stað þess að taka á móti honum lét hann boltann fara í gegnum klofið á sér og lék á leiðinni í Digne.
Ben Doak just sent Digne to the shops right there???? pic.twitter.com/3nEhsaS3y7
— FootballSoccerMeme ???????????????????????????? (@fsmofficialTW) December 26, 2022
Athugasemdir