Brentford og Tottenham mætast í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir HM hléið kl 12:30. Brentford vann Manchester City í lokaleik liðsins fyrir hléið.
Thomas Frank stjóri Brentford vonast til að halda áfram þar sem frá var horfið.
„Ég vona að við getum það. Það var mikil lyftistöng í hópinn, við höfum verið í burtu í næstum sex vikur. Þessi hópur er með magnað hugarfar, sjálfsöruggir en auðmjúkir," sagði Frank.
„Við þurfum að sýna það í dag, frábær frammistaða gegn City en það var í fortíðinni, fótboltinn er fljótur að breytast, þetta er liðin tíð og við þurfum að skrifa söguna upp á nýtt í dag."
Athugasemdir