Það er mikil pressa á Everton en liðið er aðeins stigi frá fallsæti eftir að liðið tapaði gegn Bournemouth í lokaumferðinni fyrir HM hléið.
Liðið mætir Wolves í botnslag í dag og Frank Lampard stjóri Everton gerir sér grein fyrir mikilvægi leiksins.
„Það segir sig sjálft að síðasta vikan fyrir hléið fór langt því frá eins og við vonuðumst eftir. Deildartapið er sérstaklega pirrandi því það er stutt á milli í þessari deild," sagði Lampard.
„Það var tækifæri í þessum leik að láta hlutina líta betur út í deildinni og tilfinningin sem myndi fylgja yrði góð en við nýttum það ekki. Leikmennirnir þurfa að vita, og þeir vita að þeir náðu ekki því sem við ætlumst til og við þurfum að nýta pirringinn sem eldsneyti til að gera betur."
Lampard hefur verið ánægður með æfingar liðsisn eftir að HM hléinu lauk og er bjartsýnn á að Everton nái að rétta úr kútnum.