Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er í viðræðum við hollenska félagið PSV Eindhoven um kaup á Cody Gakpo. Þetta segir Paul Joyce, einn áreiðanlegasti blaðamaðurinn í kringum félagaskipti Liverpool.
Gakpo, sem er 23 ára gamall sóknarmaður, er einn besti leikmaður hollensku deildarinnar.
Hann skoraði 21 mark á síðustu leiktíð og er að fylgja því vel á eftir á þessu tímabili, en hann er með 13 mörk í öllum keppnum í 24 leikjum.
Gakpo hefur verið orðaður við Manchester United og Real Madrid síðustu vikur en nú er Liverpool komið í baráttuna. Paul Joyce, sem hefur verið með allt í teskeið þegar það kemur að leikmannamálum hjá Liverpool, segir að félagið sé í viðræðum við PSV um kaup á Gakpo og að þær viðræður hafi þróast mikið á síðustu tveimur sólarhringum.
Kaupverðið er 37 milljónir punda en það getur hækkað upp í 50 milljónir punda ef ákveðnum skilyrðum er mætt.
Liverpool er vongott um að geta gengið frá samkomulagi á næstu dögum og mun hann þá í kjölfarið gangast undir læknisskoðun hjá enska félaginu.
Gakpo skoraði þrjú mörk fyrir hollenska landsliðið sem komst í 8-liða úrslit á HM í Katar.
Liverpool want Cody Gakpo and discussions with PSV Eindhoven are advanced.https://t.co/GJlxwNjShf
— paul joyce (@_pauljoyce) December 26, 2022
???? Liverpool close to reaching agreement with PSV Eindhoven to sign Cody Gakpo. Negotiations at advanced stage; initial fee likely ~£37m. Moving fast + if all goes to plan 23yo #NED forward will travel for medical @TheAthleticFC after @_pauljoyce #LFC #PSV https://t.co/lC5SyOoZyp
— David Ornstein (@David_Ornstein) December 26, 2022
Athugasemdir