Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mán 26. desember 2022 16:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mbeumo fær það óþvegið á Twitter eftir skelfilega dýfu
Mynd: EPA

Bryan Mbeumo leikmaður Brentford hefur fengið að heyra það frá stuðningsmönnum Tottenham á Twitter eftir leik liðanna í dag sem endaði með 2-2 jafntefli.


Mbeumo ætlaði sér að næla í vítaspyrnu fyrir Brentford en dómari leiksins sá í gegnum það og spjaldaði hann fyrir dýfu.

Þetta var afar slök dýfa og hafa stuðningsmenn skrifað um það á Twitter.

„Bryan Mbeumo að reyna að vinna Óskarinn," skrifar einn.

„Þetta hlítur að vera fyndnasta dýfa í sögu fótboltans," skrifar annar.

„Setjið hann í þriggja leikja bann fyrir þetta." og „Hann á skilið rautt spjald fyrir að svindla svona, þvílíkur trúður."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner