Skoski vinstri bakvörðurinn Andy Robertson bætti eftirsóknarvert met er hann lagði upp fyrir Mohamed Salah í leik liðsins við Aston Villa en hann er nú sá varnarmaður með flestar stoðsendingar í sögu úrvalsdeildarinnar.
Trent Alexander-Arnold átti magnaða utanfótarsendingu inn fyrir á Robertson sem lagði boltann á Mohamed Salah og þaðan í netið en þetta var stoðsending sem fer í sögubækurnar.
Enginn varnarmaður í sögu úrvalsdeildarinnar hefur lagt upp fleiri mörk en Robertson.
Þetta var 54. stoðsending hans í ensku úrvalsdeildinni og tók hann fram úr Leighton Baines, fyrrum leikmanni Everton.
Robertson var keyptur til Liverpool frá Hull fyrir 7 milljónir punda fyrir fimm árum. Algjört tombóluverð fyrir skoska bakvörðinn.
54 - Andrew Robertson now has the outright most assists of any defender in Premier League history (54), overtaking Leighton Baines (53). Wand. pic.twitter.com/75KJ5xYlB2
— OptaJoe (@OptaJoe) December 26, 2022
Athugasemdir