Hollenski miðvörðurinn Virgil van Dijk var rétt í þessu að tvöfalda forystu Liverpool gegn Aston Villa og er staðan því 2-0.
Liverpool fékk hornspyrnu hægra megin. Trent Alexander-Arnold kom boltanum inn í teig og eftir smá barning í teignum barst boltinn til Van Dijk sem skaut honum í hægra hornið.
Ágætis byrjun hjá enska liðinu. Færin hafa verið á báða bóga en það er Liverpool sem leiðir, 2-0.
Sjáðu markið hér fyrir neðan.
Smelltu hér til að sjá markið hjá Van Dijk
Athugasemdir