West Ham United er 1-0 yfir gegn Arsenal á Emirates-leikvanginum en mark úr vítaspyrnu skilur liðin að.
Arsenal hefur stjórnað ferðinni á Emirates og átt betri færi en eina markið er það sem Said Benrahma skoraði úr vítaspyrnu á 28. mínútu leiksins.
Bowen slapp í gegn eftir sendingu frá Michail Antonio og ákvað William Saliba, varnarmaður Arsenal, að fleygja sér í tæklingu þegar hann virtist ekki eiga neinn möguleika á að ná til knattarins.
Saliba reyndi að hætta við á síðustu stundu en það var of seint. Vítið var nokkuð ódýrt en snertingin svo sannarlega til staðar. Hægt er að sjá dóminn og spyrnuna hér fyrir neðan.
Sjáðu vítaspyrnudóminn og markið hér
Athugasemdir