Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, ræddi við Amazon Prime fyrir leik liðsins við Aston Villa en sá leikur hefst klukkan 17:30.
Þetta er fyrsti leikur beggja liða eftir HM-hléið en leikurinn er spilaður á Villa Park.
„Það er mjög erfitt fyrir strákana að gera það sem þeir þurfa að gera. Við erum auðvitað ekkert í skýjunum með fyrri hluta tímabilsins og verðum að bæta það til muna og það er nákvæmlega það sem við munum reyna,“ sagði Klopp við Amazon Prime fyrir leikinn gegn Villa.
Alex Oxlade-Chamberlain er í byrjunarliði Liverpool en hann hefur lítið spilað fyrri hluta tímabilsins. Hann hefur heillað á þessu litla undirbúningstímabili í desember og er nú klár í slaginn.
„Ox er frábær leikmaður jafnvel enn betri manneskja. Ég veit að samningur hans er að klárast í sumar en við getum ekki pælt of mikið í því akkúrat núna. Hann var ekki klár í slaginn fyrir hléið en núna er hann það. Því miður var hann veikur fyrir leikinn gegn Manchester City, annars hefði hann byrjað þann leik.“
Klopp segir það algjört lykilatriði að komast í Meistaradeildina á næsta tímabili.
„Við verðum að komast í Meistaradeildina. Það er auðvitað smá fjarlægð núna og þegar ég segi að við erum mjög nálægt þeim sætum þá er það sem snúið. Það þýðir ekkert annað en að gefa allt sem við eigum, annars þurfum við að þjást við að horfa á önnur lið spila þar á næsta ári.“
„Það að byrja gegn Aston Villa er eins erfitt og það gerist. Nýr stjóri og langur tími án fótbolta. Þeir verða á tánum en við munum gera allt til að ná í öll stigin í dag,“ sagði Klopp.
Athugasemdir