Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mán 26. desember 2022 15:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vongóður um að Calvert-Lewin verði klár fyrir leikinn gegn Man City

Dominic Calvert Lewin er ekki með Everton í dag í gríðarlega mikilvægum leik gegn Wolves en hann er að jafna sig af meiðslum.


Lewin missti af fyrsta mánuðinum í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla og það kom bakslag í meiðslin rétt fyrir HM hléið þar sem hann missti af tveimur síðustu leikjunum.

„Hann er ekki alveg í leikformi. Hann er að leggja mikið á sig núna og við erum vongóðir um að hann verði með í næsta leik gegn Manchester City," sagði Lampard.

Everton er aðeins stigi frá fallsæti en liðið er þessa stundina að leika gegn botnliði Wolves sem er fjórum stigum frá öruggu sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner