Real vill Branthwaite - Napoli sýnir Höjlund áhuga - Livramento og Cambiaso orðaðir við City
   mán 26. desember 2022 19:06
Brynjar Ingi Erluson
Vonsvikinn Vieira - „Einn sá versti síðan ég tók við félaginu"
Patrick Vieira
Patrick Vieira
Mynd: EPA
Franski stjórinn Patrick Vieira var þungur á brún eftir 3-0 tap Crystal Palace gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Bobby Reid kom Fulham yfir eftir hálftímaleik en tvö rauð spjöld frá Palace gaf Fulham tækifæri til að gera út um leikinn og nýttu nýliðarnir sér það ágæta tækifæri.

Vieira segist hafa búist við miklu meira frá sínu félagi en leikmenn voru einfaldlega ekki nógu hugrakkir í dag.

„Þessi dagur var einn sá versti síðan ég tók við félaginu og ekki bara af því við töpuðum leiknum heldur hvernig við gerðum það, án þess að veita samkeppni,“ sagði Vieira.

„Þeim tókst að undirbúa leikinn mjög vel og við vorum ekki nógu hugrakkir að spila fram á við.“

„Mér fannst við eiga besta færi leiksins þangað til þeir skora en við gerðum bara ekki nóg til að eiga eitthvað skilið úr þessum leik. Við þurfum að hrósa þeim og greina okkur sjálfa og reyna að koma til baka eins fljótt og auðið er,“
sagði Vieira.
Athugasemdir
banner
banner
banner