Pulisic, Amorim, Zirkzee, Osimhen, Raphinha, Murillo, Chiesa og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 27. júlí 2016 15:47
Magnús Már Einarsson
Sonni Ragnar og Marko Pridigar í Fylki (Staðfest)
Hermann Hreiðarsson, Marko Pridigar, Sonni Ragnar Nattestad og Þorvaldur Árnason.
Hermann Hreiðarsson, Marko Pridigar, Sonni Ragnar Nattestad og Þorvaldur Árnason.
Mynd: Fylkir
Færeyski varnarmaðurinn Sonni Ragnar Nattestad hefur gengið til liðs við Fylki á láni frá FH út tímabilið. Ólafur Geir Magnússon, stjórnarmaður hjá Fylki, staðfesti þetta í samtali við Fótbolta.net í dag.

Sonni Ragnar á 13 landsleiki að baki með Færeyjum en hann kom til FH síðastliðinn vetur. Þessi 22 ára gamli leikmaður hefur hins vegar einungis spilað einn leik með FH í sumar.

Fylkir hefur einnig fengið markvörðinn Marko Pridigar í sínar raðir en hann kemur frá Slóveníu. Fylkir hafði áður ætlað að fá markvörð frá Senegal en ekkert verður af því.

Hinn 31 árs gamli Marko spilaði í tíu ár með Maribor í heimalandinu þar sem hann spilaði meðal annars í undankeppni í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

Marko varð einnig fimm sinnum meistari með Maribor. Hann spilaði síðast með Ayia Napa á Kýpur.

Marko á að berjast við Ólaf Íshólm Ólafsson um markvarðarstöðuna hjá Fylki.

Sonni og Marko eiga að styrkja leikmannahóp Fylkis fyrir síðari hluta Pepsi-deilarinnar en liðið er í harðri fallbaráttu.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner