Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. september 2021 16:30
Fótbolti.net
Besti þjálfarinn 2021 - Lét drauma Víkinga rætast
Arnar Gunnlaugsson (Víkingur)
Arnar Gunnlaugsson eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn.
Arnar Gunnlaugsson eftir að Íslandsmeistaratitillinn var í höfn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það kemur engum á óvart að Fótbolti.net velur Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, sem þjálfara ársins 2021. Valið var opinberað í Innkastinu í dag.

Sjá einnig:
Innkastið - Lokahóf eftir magnað tímabil

Arnar stýrði Víkingum til Íslandsmeistaratitils. Hann lét engan bilbug á sér finna þrátt fyrir vonbrigðatímabil í fyrra og lét drauma Víkinga rætast.

Leikmannastyrkingarnar hafa verið klókar og nánast allt sem hann hefur gert í sumar hefur gengið fullkomlega upp. Utan vallar hefur Arnar einnig heillað með nálgun sinni og framkomu.

Víkingar eru orðnir Íslandsmeistarar eftir 30 ára bið og geta unnið tvöfalt því framundan er undanúrslitaleikur gegn Vestra í bikarnum næsta laugardag.

Sjá einnig:
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2020
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2019
Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn 2018
Ólafur Jóhannesson besti þjálfarinn 2017
Willum Þór Þórsson besti þjálfarinn 2016
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2015
Rúnar Páll Sigmundsson besti þjálfarinn 2014
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2013
Heimir Guðjónsson besti þjálfarinn 2012
Rúnar Kristinsson besti þjálfarinn 2011
Innkastið - Lokahóf eftir magnað tímabil
Athugasemdir
banner
banner