City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 22:11
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alfons Sampsted í Twente (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alfons Sampsted er genginn til liðs við hollenska liðið Twente frá norska liðinu Bodö/Glimt en hann fer á frjálsri sölu og skrifar undir þriggja og hálfs árs samning.


Þessi 24 ára gamli íslenski landsliðsmaður gekk til liðs við Bodö/Glimt árið 2020 og lék þar 134 leiki og varð norskur meistari tvisvar sinnum.

Hann er uppalinn hjá Breiðablik en lék með Þór á Akureyri og sænsku félögunum, Norrköpping, Landskrona og Sylvia á láni áður en hann gekk til liðs við Bodö.

Twente er í 5. sæti hollensku deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Feyenoord. Alfons verður væntanlega klár í slaginn gegn Emmen þann 6. janúar.


Athugasemdir
banner
banner