City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 21:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ásgeir Börkur til ÍR (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Reynsluboltinn og harðjaxlinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson hefur skrifað undir samning við ÍR um að leika með liðinu í 2. deildinni næsta sumar.


Hann gengur til liðsins frá uppeldisfélaginu sínu Fylki þar sem hann lék 15 leiki í Lengjudeildinni í sumar með liðinu sem tryggði sér sæti í efstu deild á næstu leiktíð.

Ásgeir hefur leikið 359 leiki og skorað 9 mörk fyrir Fylki, Selfoss og HK á meistaraflokksferlinum.

„Við bjóðum Ásgeir hjartanlega velkominn í Breiðholtið!," segir í tilkynningu frá ÍR.


Athugasemdir
banner
banner