Reynsluboltinn og harðjaxlinn Ásgeir Börkur Ásgeirsson hefur skrifað undir samning við ÍR um að leika með liðinu í 2. deildinni næsta sumar.
Hann gengur til liðsins frá uppeldisfélaginu sínu Fylki þar sem hann lék 15 leiki í Lengjudeildinni í sumar með liðinu sem tryggði sér sæti í efstu deild á næstu leiktíð.
Ásgeir hefur leikið 359 leiki og skorað 9 mörk fyrir Fylki, Selfoss og HK á meistaraflokksferlinum.
„Við bjóðum Ásgeir hjartanlega velkominn í Breiðholtið!," segir í tilkynningu frá ÍR.
Athugasemdir