City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Benzema birtir mynd sem túlka má sem skot á landsliðsþjálfarann
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Karim Benzema virðist hafa skotið á franska landsliðsþjálfarann Didier Deschamps með myndum sem umboðsmaður hans birti.

Myndirnar sýna að Benzema hefði getað spilað með franska liðinu í útsláttarkeppni HM eftir að hafa meiðst í aðdraganda mótsins. Benzema hafði strax trú á því að hann gæti tekið einhvern þátt í mótinu.

Benzema staðfesti í síðust viku að landsliðsferlinum væri lokið. Hann átti að vera í lykilhlutverki á HM en varð fyrir meiðslum sem urðu til þess að hann fór frá Katar eftir að riðlakeppnin hófst. Nú virðist vera komið í ljós að hann hefði getað hjálpað Frökkum þegar riðlakeppninni var lokið.

Benzema, sem vann til Ballon d'Or verðlaunanna í ár, hafnaði boði Frakklands forseta um að ferðast með honum á úrslitaleikinn.

Karim Djaziri, umboðsmaður Benzema, birti myndir af læknisskoðunum sem Benzema fór í og sýna þær að Benzema hefði getað spilað í útsláttarkeppninni en það virðist sem svo að Deschamps hafi ekki haft áhuga á því að nýta krafta Benzema á því stigi keppninnar. Djaziri spyr sig af hverju Benzema var sendur heim frá Katar svona snemma.

Í kjölfarið birti Benzema mynd af sjálfum sér og skrifar: „Af því þegar þú er búinn að sjá það, þá veistu!. Erlendir fjölmiðlamenn hafa horft á tímasetninguna og skilaboðin og litið á þau sem skot á franska landsliðsþjálfarann.



Athugasemdir
banner
banner
banner