
Karim Benzema virðist hafa skotið á franska landsliðsþjálfarann Didier Deschamps með myndum sem umboðsmaður hans birti.
Myndirnar sýna að Benzema hefði getað spilað með franska liðinu í útsláttarkeppni HM eftir að hafa meiðst í aðdraganda mótsins. Benzema hafði strax trú á því að hann gæti tekið einhvern þátt í mótinu.
Myndirnar sýna að Benzema hefði getað spilað með franska liðinu í útsláttarkeppni HM eftir að hafa meiðst í aðdraganda mótsins. Benzema hafði strax trú á því að hann gæti tekið einhvern þátt í mótinu.
Benzema staðfesti í síðust viku að landsliðsferlinum væri lokið. Hann átti að vera í lykilhlutverki á HM en varð fyrir meiðslum sem urðu til þess að hann fór frá Katar eftir að riðlakeppnin hófst. Nú virðist vera komið í ljós að hann hefði getað hjálpað Frökkum þegar riðlakeppninni var lokið.
Benzema, sem vann til Ballon d'Or verðlaunanna í ár, hafnaði boði Frakklands forseta um að ferðast með honum á úrslitaleikinn.
Karim Djaziri, umboðsmaður Benzema, birti myndir af læknisskoðunum sem Benzema fór í og sýna þær að Benzema hefði getað spilað í útsláttarkeppninni en það virðist sem svo að Deschamps hafi ekki haft áhuga á því að nýta krafta Benzema á því stigi keppninnar. Djaziri spyr sig af hverju Benzema var sendur heim frá Katar svona snemma.
Í kjölfarið birti Benzema mynd af sjálfum sér og skrifar: „Af því þegar þú er búinn að sjá það, þá veistu!. Erlendir fjölmiðlamenn hafa horft á tímasetninguna og skilaboðin og litið á þau sem skot á franska landsliðsþjálfarann.
Je pose ça là mais avant ça j’ai consulté 3 spécialistes qui confirment le diagnostic que @Benzema aurait pu être apte à partir des 1/8 éme pour au moins être sur le banc ! Pourquoi lui avoir demandé de partir si vite ? pic.twitter.com/wtOHhDeDVW
— Karim Djaziri (@KDjaziri) December 26, 2022
Cause once you look at it , you know ! pic.twitter.com/5o9rYDqNin
— Karim Benzema (@Benzema) December 26, 2022
Athugasemdir