City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búið að ákveða leikdaga í deildabikarnum
Í dag var raðað niður hvenær leikirnir í 8-liða úrslitum enska deildabikarsins, Carabao bikarsins, fara fram. Leikið verður dagana 10. og 11. janúar og ákvað Sky Sports, sjónvarpsrétthafinn á Englandi, að velja það að sýna viðureign Newcastle United og Leicester fyrri daginn og svo viðureign Southampton og Manchester City seinni daginn.

Það vekur athygli að viðureign Manchester United og Charlton verði ekki sýnd í bresku sjónvarpi, bæði þar sem um Manchester United er að ræða sem og að Charlton er eina liðið utan úrvalsdeildarinnar sem eftir er í keppninni. Charlton er í C-deildinni.

Viaplay er rétthafinn á Íslandi og getur valið að sýna aðra leiki en enski rétthafinn.

Leikirnir eru á milli leikja í enska bikarnum helgina 6. - 9. janúar og leikja í ensku úrvalsdeildinni 12. - 15. janúar.

Átta liða úrslit deildabikarsins:
Þriðjudagurinn 10. jan Newcastle United - Leicester City
Þriðjudagurinn 10. jan Manchester United - Charlton Athletic
Miðvikudagurinn 11. jan Wolves - Nottingham Forest
Miðvikudagurinn 11. jan Southampton - Manchester City

Undanúrslitaleikirnir (heima og að heiman) fara fram 25. janúar og 1. febrúar og úrslitaleikurinn fer fram á Wembley sunnudagin 26. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner