City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 14:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dæmir hjá United í kvöld þrátt fyrir stór mistök í leik liðsins gegn Aston Villa
Digne hitti boltann vel og skoraði beint úr aukaspyrnunni.
Digne hitti boltann vel og skoraði beint úr aukaspyrnunni.
Mynd: EPA
Leikmenn Manchester United voru ósammála dómaranum Anthony Taylor þegar hann sagði varnavegg liðsins ekki mega færa sig nær Lucas Digne áður en hann skoraði annað mark Aston Villa í sigri liðsins á United í nóvember.

Varnarveggurinn var fimm jördum aftar en hann þurfti að vera þegar Digne tók spyrnuna. Fimm jardar eru rúmlega fjórir og hálfur metri. Dómarasamtökin (PGMOL) hafa staðfest að Taylor gerði mistök þegar hann færði varnavegg United aftar.

Digne kom Aston Villa í 2-0 forystu á elleftu mínútu leiksins þann 6. nóvember og urðu lokatölur leiksins 3-1 fyrir Villa sem var þá að spila sinn fyrsta leik undir stjórn Unai Emery.

Taylor var með míkrafón á leiknum og gat United farið yfir samskipti hans við Christian Eriksen sem benti á að veggur United væri of aftarlega. United bendir á að Eriksen hafi kurteisislega bent Taylor á að veggurinn gæti verið framar en Taylor hunsaði danska leikmanninn. United hafði samband við Jon Moss hjá PGMOL sem staðfestir að um mistök voru að ræða og sagði að rætt yrði við Taylor.

Taylor dæmdi ekki í lokaumferðinni fyrir HM hléið en snýr aftur í kvöld þegar hann dæmir leik United gegn Nottingham Forest.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner