City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 22:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Burnley aftur á sigurbraut eftir tap á Old Trafford

Jóhann Berg Guðmundsson byrjaði á bekknum þegar Burnley tók á móti Birmingham í Championship deildinni á Englandi í kvöld.


Anass Zaroury kom Burnley yfir strax á fyrstu mínútu leiksins og það sýndi það sem koma skyldi, Burnley var með mikla yfirburði í leiknum.

Þrátt fyrir að Birmingham náði ekki að skapa sér neitt átti Burnley erfitt með að skora. Annað mark leiksins leit dagsins ljós undir lok fyrri hálfleiks og staðan var 2-0 í hálfleik.

Nathan Tella negldi síðann síðasta naglann í kistu Birmingham í uppbótartíma. Jóhann Berg kom inn á á 82. mínútu leiksins. Burnley aftur komið á sigurbraut eftir að hafa fallið úr leik í enska bikarnum gegn Man Utd á Old Trafford í vikunni.

Reading vann góðan 2-1 sigur á Swansea. Tom Ince og Andy Carroll skoruðu mörkin. Jökull Andrésson markvörður Reading er ný byrjaður að æfa eftir að hafa gengist undir aðgerð.

Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli Bolton gegn Derby í League One.

Burnley 3 - 0 Birmingham
1-0 Anass Zaroury ('1 )
2-0 Connor Roberts ('44 )
3-0 Nathan Tella ('90 )

Reading 2 - 1 Swansea
1-0 Andrew Carroll ('27 )
2-0 Tom Ince ('53 )
2-1 Liam Cullen ('71 )


Athugasemdir
banner
banner