City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 10:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Everton vill fá Elanga - Arsenal bauð í Mudryk
Powerade
Elanga og Ronaldo eru í slúðurpakkanum.
Elanga og Ronaldo eru í slúðurpakkanum.
Mynd: EPA
Það er BBC sem tekur saman það helsta í fótoltaslúðrinu ytra. Pakkinn er í boði Powerade.



Chelsea íhugar að fá Joao Felix (23) sóknarmann Atletico Madrid í sínar raðir. Chelsea skoðar að fá hann á láni með möguleika eða kröfu um kaup í sumar. (Telegraph)

Al Nassr í Sádí-Arabíu hefur bókað læknisskoðun fyrir Cristiano Ronaldo (37). Ronaldo fær um 75 milljónir dollara í árslaun hjá félaginu. (CBS Sport)

Arsenal hefur boðið 55 milljónir punda í Mykhaylo Mudryk (21) kantmann Shakhtar Donetsk. (Telegraph)

Jude Bellingham (19) er áfram aðalskotmark Liverpool á markaðnum þrátt fyrir að félagið sé að fá Cody Gakpo í sínar raðir frá PSV. (Mail)

David Moyes segir West Ham ekki ætla missa Declan Rice (23) auðveldlega frá sér næsta sumar. (Mail)

Ajax hefur sett sig í samband við Brentford varðandi möguleikann á því að fá David Raya (27) markvörð Brentford til Hollands í janúar. (AS)

Barcelona er ekki lengur tilbúið að selja Frenkie de Jong (25) frá sér. Hann var skotmark Manchester United í sumar. (Sport)

Everton er eitt af úrvalsdeidarfélögunum sem vill fá Anthony Elanga (20) í sínar raðir frá Manchester United. (Mail)

Rafael Leao (23) sóknarmaður AC Milan, segist vilja prófa sig í úrvalsdeildinni í framtíðinni. Núna sé hann þó 100% einbeittur á AC Milan. (TalkSPORT)

Brentford, Fulham og Aston Villa hafa öll boðið í Kólumbíumanninn Jhon Duran (19) framherja Chicago Fire í MLS-deildinni. Benfica er þó sagt í bílstjórasætinu. (Calciomercato)

Chelsea er komið langt í viðræðum sínum við Mónakó um kaup á miðverðinum Benoit Badiashile (21). (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner
banner