City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 12:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fjórir leikmenn sem Man Utd gæti misst frítt næsta sumar
De Gea hefur verið aðalmarkvörður United frá komu sinni frá Atletico Madrid árið 2011.
De Gea hefur verið aðalmarkvörður United frá komu sinni frá Atletico Madrid árið 2011.
Mynd: EPA
Kominn tími á Phil Jones hjá United?
Kominn tími á Phil Jones hjá United?
Mynd: EPA
Fyrr í dag var birtur listi yfir 40 verðmætustu leikmenn heims sem verða samningslausir næsta sumar. Einn leikmaður Manchester United var þar á lista, markvörðurinn David de Gea.

Þrír aðrir hjá United eru með lausan samning næsta sumar og gætu því farið frítt frá félaginu. Það eru þeir Tom Heaton, Axel Tuanzebe og Phil Jones.

United nýtti fyrr í þessum mánuði ákvæði í samningi sínum við fjóra leikmenn sem áttu rúmlega hálft ár eftir af samningum sínum. Það voru þeir Marcus Rashford, Luke Shaw, Fred og Diogo Dalot.

Þá var greint frá því að félagið væri í viðræðum við David de Gea um nýjan samning. Félagið vill að hann taki á sig launalækkun. Hann er í dag einn af launahæstu leikmönnum úrvalsdeildarinnar með um 375 þúsund pund í vikulaun. Ef ekkert samkomulag næst við De Gea er United með ákvæði í samningi hans þar sem félagið getur bætt ári við samning hans. Sá spænski hefur sjálfur talað um það að hann sé tilbúinn að lækka laun sín til að halda áfram vegferð sinni á Old Trafford.

En aftur að hinum þremur, enginn af þeim spilar stórt hlutverk hjá Manchester United. Varnarmennirir Jones og Tuanzebe eru frekar gleymdir, sjást ekki oft í leikmannahóp félagsins. Heaton hefur aftur á móti reglulega sést á varamannabekknum. Hann er þriðji markvörður félagsins, er á eftir De Gea og Martin Dubravka í goggunarröðinni.

Jones hefur verið lengi hjá Manchester United og var um langt skeið byrjunarliðsmaður hjá félaginu en hefur glímt við langvarandi meiðsli og ekki náð að vinna sig til baka úr þeim. Á síðustu tæpur þremur árum hefur hann einungis spilað sex leki.

Heaton sneri til baka til United í fyrra og fer hans framtíð líklega eftir því hvort hann vilji taka slaginn annars staðar á lokaárunum í von um að spila eða vera áfram þriðji kostur á Old Trafford.

Tuanzebe heillaði marga þegar hann steig fyrst fram á sjónarsviðið en hefur ekki náð að fylgja því eftir. Hann hefur glímt við meiðsli og ekki náð að sýna sig á þeim stöðum sem hann hefur farið á sem lánsmaður.

United er með ákvæði í samningum þeirra Heaton, Jones og Tuanzebe um að geta framlengt samninga þeirra um ár til viðbótar.
Athugasemdir
banner
banner