City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 22:51
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heyrði góðar sögur um Twente frá Arnari
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Alfons Sampsted skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við hollenska liðið Twente í kvöld. Hann er gríðarlega spenntur að byrja spila með félaginu.


„í Evrópuleikjunum með Bodö/Glimt gegn AZ og PSV upplifði ég andrúmsloftið á völlunum. Það var stór ástæða fyrir því að ég kaus Holland. þegar ég heyrði að Twente hafði áhuga eftir tímabilið í Noregi horfði ég á nokkra leiki og var hrifinn af tengingunni milli leikmanna og stuðningsmanna," sagði Alfons við undirskriftina.

Alfons fetar í fótspor Arnars Þórs Viðarssonar landsliðsþjálfara Íslands sem lék með Twente frá 2006-2008.

„Twente er með lið sem spilar með mikla orku og kraft, það hentar mér. Landsliðsþjálfari Íslands, Arnar Viðarsson, spilaði einnig með Twinte og ég heyrði góðar sögur um félagið frá honum og fékk strax góða tilfinningu fyrir þessu."

„Með komu Alfons Sampsted fengum við góðan styrk. Alfons er kraftmikill hægri bakvörður sem hefur sannað sig hjá Bodö/Glimt síðustu ár. Hann var mikilvægur í norsku deildinni og í Evrópukeppnum," sagði Jan Streuer framkvæmdarstjóri Twente.


Athugasemdir
banner
banner
banner