City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hverjir eru nýir stjórnarmeðlimir Juventus? - Engir fyrrum leikmenn
Gianluca Ferrero, nýr forseti Juventus
Gianluca Ferrero, nýr forseti Juventus
Mynd: EPA
Juventus hefur opinberað nýja stjórnarmeðlimi sem munu formlega taka til starfa í dag. Öll gamla stjórnin sagði af sér í lok nóvember ásamt forsetanum Andrea Agnelli. Í gömlu stjórninni var t.a.m. goðsögnin Pavel Nedved.

Greint var frá því í ítölskum fjölmiðlum að Juventus hefði skrifað undir samninga við leikmenn um að gefa eftir laun í fjóra mánuði þegar Covid heimsfaraldurinn reið yfir. Leikmenn hafi þó einungis gefið eftir laun í einn mánuð og fengið hina þrjá mánuðina greidda í svörtu svo félagið gæti forðast skatta. Launareikningar hafi svo verið falsaðir til að láta líta út fyrir að bókhaldið væri í jafnvægi.

En að nýju stjórninni, hverjir eru í henni?

Gianluca Ferrero tekur við stöðu forseta félagsins og Maurizio Scanavino verður í hlutverki stjórnarformanns og framkvæmdastjóra.

Ferrero er þekktur fyrir sín störf sem bókhaldari, hefur einnig verið sérstakur ráðgjafi dómstólsins í Tórínó og er varaforseti Piedmont bankans. Scanavino tók við sem framkvæmdastjóri þegar gamla stjórnin sagði af sér. Hann er í dag framkvæmdastjóri fjölmiðlafyrirtækisins Gedi.

Í stjórninni verða einnig þeir Fioranna Negri, Laura Cappiello og Diego Pistone. Negri er með áratuga reynslu sem bókhaldari, Cappiello er virtur lögrfæðingur og Pistone hefur reynslu frá störfum sínum hjá Fiat.
Athugasemdir
banner
banner