Reece James var í byrjunarliði Chelsea í kvöld þegar liðið lagði Bournemouth 2-0.
Þetta var fyrsti leikurinn hans í rúma tvo mánuði en hann hefur verið að berjast við meiðsli.
Það kom bakslag í kvöld þar sem hann neyddist til að fara af velli snemma í síðari hálfleik vegna meiðsla en óljóst er hversu alvarleg meiðslin eru.
„Ekki mikið (sem hægt er að segja). Við sjáum til á næstu 24-48 tímum. Það er svekkjandi að missa hann svona fljótt aftur," sagði Graham Potter.
Athugasemdir