City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jökull byrjaður að æfa eftir aðgerð
Létt yfir Jökli.
Létt yfir Jökli.
Mynd: Reading
Jökull Andrésson er byrjaður að æfa aftur eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla. Hann hefur verið fjarri góðu gamni síðan í lok ágúst vegna nárameiðsla.

Hann sneri aftur á æfingu á dögunum og styttist væntanlega í að hann fari aftur að spila. Jökull er 21 árs markmaður sem er samningsbundinn Reading fram á sumarið 2024.

Það styttist í opnun janúargluggans og eru vangaveltur um það hvort Jökull fari þá frá Reading. Hann hefur þrisvar verið lánaður í burtu, spilað með Hungerford Town, Morecambe og Exeter

Hann var einu sinni á varamannabekknum í deildinni hjá aðalliðinu í haust og yrði í baráttunni við þá Joe Lumley og Dean Bouzanis um sæti í liðinu ef hann verður áfram. Fjallað er um það á getreading.co.uk að hann þurfi að halda áfram að sækja sér reynslu í fullorðinsfótbolta eins og hann gerði hjá Morecambe og Exeter.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner