City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Klopp hrifinn af Bellingham: Hvað get ég sagt?
Mynd: EPA
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, talaði mikið um Jude Bellingham fyrir leik Liverpool og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni en hann er gríðarlega hrifinn af enska miðjumanninum.

Það er ekkert leyndarmál að Liverpool sé á eftir Bellingham en þessi 19 ára miðjumaður er einn sá besti í heiminum nú þegar og öll stærstu félögin á eftir honum.

Þroski Bellingham á vellinum er með ólíkindum og sást það vel á HM í Katar hvaða leikmann hann hefur að geyma.

Klopp var spurður út í Bellingham á blaðamannafundi og fór alls ekki leynt með hrifningu sína á leikmanninum. Hann vill þó að enskir blaðamenn skrifi minna um verðmiðann á honum, enda gæti það haft áhrif á þróun hans.

„Ég er ekki hrifinn af því að tala um peninga þegar þú talar um leikmann eins og hann. Það sjá það allir að hann er gjörsamlega magnaður

„Ef þú nefnir við einhvern sem veit ekkert um fótbolta eða einhvern sem veit eitthvað um fótbolta en hefur ekki horft í einhvern tíma og spyrð viðkomandi hvað hann haldi að Bellingham sé gamall þá er ég nokkuð viss um að enginn væri nálægt því að giska rétt.“

„Þeir myndu segja 28 eða 29 ára því hann spilar af svo miklum þroska. Hann spilaði frábærlega á HM, gjörsamlega frábærlega.“

„Með allt sem hann hefur og allt sem hann getur bætt. Ef ég ætti að lýsa honum þá myndi ég segja að það er mjörg erfitt að læra hlutina sem hann getur gert og allt sem hann getur bætt er auðvelt að læra.“

„Þannig, já, hann er mjög góður leikmaður. Hvað get ég sagt? Ég hef hugsað þetta í tvö eða þrjú ár eða síðan hann fór fyrst að spila fyrir Dortmund.“

„Það vissu þetta allir en ég hef ekki hugmynd um hvaða þetta þýðir frá peningalegu hliðinni. Ég held að ef við viljum öll gera honum greiða þá skulum við ekki tala of mikið um peninga. Ég segi þetta þá frá sjónarhorni Englendinga. Ekki kasta hindrunum fyrir þróun hans,“
sagði Klopp.
Athugasemdir
banner
banner