City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 14:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
L'Equipe: Toulouse hefur áhuga á Alfons
Alfons mun ganga í raðir nýs félags á næstu dögum.
Alfons mun ganga í raðir nýs félags á næstu dögum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í síðustu viku var greint frá því að Alfons Sampsted væri á leiðinni til Twente. Það ku áfram verða líklegasta niðurstaðan. Á hollensku stuðningsmannasíðunni Twenteinsite er sagt frá því að búast megi við Alfons í borginni Enschede í næstu viku. Hann er á förum frá norska félaginu Bodö/Glimt þar sem samningur hans er að renna út.

Það er þó vakið athygli á því á sama tíma að franska blaðið L'Equipe greindi frá því í gær að Toulouse í Frakklandi hafi einnig áhuga á Alfons.

Toulouse er í tólfta sæti Ligue 1 sem stendur og er í leit að styrkingu ?i hægri bakverði. Alfons er annað nafnið á lista og hitt nafnið er Warren Kamanzi. Kamanzi er leikmaður Tromsö og er einnig að renna út á samningi.

Hollenski blaðamaðurinn Leon ten Voorde segir að skipti Alfons til Twente séu að mestu frágengin og íslenski landsliðsmaðurinn eigi einungis eftir að fara í læknisskoðun til að hægt sé að ganga frá öllum lausum endum. Ef allt gengur af óskum mun Alfons byrja að æfa með Twente eftir rúma viku.

Fjallað er um að Alfons fari í samkeppni við Joshua Brenet sem er mögulega á förum næsta sumar. Brenet er 28 ára gamall og á að baki tvo landsleiki fyrir Holland. Hann glímir við meiðsli um þessar mundir.

Twente er sem stendur í fimmta sæti Eredivisie, sex stigum frá toppliði Feyenoord. Næsti leikur liðsins er gegn FC Emmen um aðra helgi. Í kjölfarið er svo bikarleikur gegn Telstar.
Athugasemdir
banner