Talað var um það fyrir leik Leicester og Newcastle í gær að James Maddison yrði í leikmannahópi Leicester. Hann var ekki með í sigri Leicester gegn MK Dons í deildabikarnum en átti að vera klár gegn Newcastle.
Ekkert varð af því og Brendan Rodgers, stjóri Leicester, tjáði sig um Maddison eftir leikinn í gær.
Ekkert varð af því og Brendan Rodgers, stjóri Leicester, tjáði sig um Maddison eftir leikinn í gær.
Maddison varð fyrir meiðslum í lokaleik Leicester fyrir HM, í 2-0 sigri gegn West Ham. Þrátt fyrir meiðslin fór hann með enska landsliðinu til Katar en spilaði ekki mínútu á mótinu.
Rodgers sagði að hann glími enn við þau meiðsli sem hann varð fyrir gegn West Ham.
„Hann glímir enn við meiðsli á hné, við erum að reyna komast til botns í þessu með læknateyminu. Hann var ekki klár í dag," sagði Rodgers fyrir leikinn í gær sem tapaðist 0-3.
Eftir leikinn sagði hann svo að meiðslin væru ekki á sama stað og þau sem hann varð fyrir í síðasta mánuði. „Það var aftan í hnénu, núna er það fremri partur hnésins. Ég verð að hlusta á sérfræðingana og læknateymið þegar þau tala um þessi meiðsli."
Athugasemdir