City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 15:10
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Mbappe og Neymar klárir í slaginn með PSG - Messi fær tveggja leikja frí
Messi með HM styttuna.
Messi með HM styttuna.
Mynd: EPA
PSG hefur tilkynnt leikmannahóp liðsins fyrir leikinn gegn Strasbourg í frönsku Ligue 1 annað kvöld. Þar má sjá flestar af helstu stórstjörnum liðsins.

Eitt nafn er þó ekki á lista. Það er nafn heimsmeistarans Lionel Messi. Cristophe Galtier, stjóri liðsins, greindi frá því í viðtali við RMC Sport að Messi fengi frí til 1. janúar eftir að hafa spilað alla leikina með Argentínu á HM.

Messi mun ekki spila annað kvöld og verður væntanlega ekki með gegn Lens á nýársdag. Hans fyrsti leikur eftir frí gæti verið gegn Chateauroux í bikarnum þann 6. janúar.

Þrátt fyrir að hafa leitt Frakka alla leið í úrslitaleikinn, og skorað í honum þrjú mörk, er Kylian Mbappe í leikmannahópnum fyrir leikinn á morgun. Neyma er þar einnig sem og Achraf Hakimi sem fór alla leið í undanúrslit með þjóð sinni Marokkó.

PSG er á toppi frönsku deildarinnar með fimm stiga forskot eftir fimmtán umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner