City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 20:59
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Potter: Við vorum ekki í okkar besta formi
Mynd: EPA

Chelsea vann sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld eftir HM hléið í kvöld gegn Bournemouth.


Með því stöðvaði liðið þriggja leikja taphrinu en Graham Potter stjóri liðsins sagði að starfsliðið fór vel yfir það sem betur mátti fara í hléinu.

„Ég er sammála, við vorum ekki í okkar besta formi. Maður þarf að nýta hlé eins vel og hægt er, endurmeta hlutina, og mér fannst við gera það. Fá nokkra meidda leikmenn til baka, sem við gerðum en ekki nóg," sagði Potter.

Reece James spilaði sinn fyrsta leik í tvo mánuði en hann þurfti að fara af velli snemma í síðari hálfleik þegar hann meiddist aftur.


Athugasemdir
banner