Marcus Rashford hefur farið hamförum með Manchester United á þessari leiktíð en hann hefur skorað tíu mörk á tímabilinu i til þessa.
Hann skoraði og lagði upp í 3-0 sigri liðsins gegn Nottingham Forest í kvöld. Rashford skoraði aðeins fimm mörk á síðustu leiktíð en hann þakkar Erik ten Hag fyrir að gefa sér traustið í byrjunarliðinu.
„Fyrir mér að þegar þú ert ekki í liðinu og ert að koma inn á ertu með öðruvísi hugarfar. Þá ertu alltaf að hugsa um að þurfa að hafa áhrif og ekki viss hvenær þú færð annað tækifæri. Það er öðruvísi en ég er að njóta þess að gera það sem ég geri þessa dagana," sagði Rashford.
Hann skoraði þrjú mörk fyrir enska landsliðið á HM í Katar.
Athugasemdir