Dani Ceballos leikmaður Real Madrid hrósaði Mohamed Elneny fyrrum samherja sínum hjá Arsenal í hástert.
Ceballos var á láni hjá Arsenal frá 2019-2021 en hann er mjög hrifinn af Elneny sem hefur ekki verið í stóru hlutverki hjá Arsenal.
Elneny kom inn á í uppbótartíma í 3-1 sigri Arsenal gegn West Ham í gær.
„Magnaður atvinnumaður. Vantar fleiri svona leikmenn í fótboltann, lúxus leikmaður fyrir Arsenal," skrifaði Ceballos á Twitter í gær.
Athugasemdir