Arsenal bauð 55 milljónir punda í úkraínska leikmanninn Mykhaylo Mudryk í gær en fréttir herma að Shakhtar Donetsk hafi hafnað því.
The Telegraph greindi frá því í gær að Arsenal hafi lagt fram tilboð upp á 55 milljónir punda og greina frá því í kvöld að því hafi verið hafnað.
Þessi 19 ára gamli leikmaður var mikið orðaður við Arsenal í sumar en hann var á endanum áfram í Úkraínu.
Hann fylgdist með Arsenal í gegnum spjaldtölvuna sína vinna West Ham í gær og deildi því á Instagram. MIkel Arteta var spurður út í hann eftir leikinn.
„Ég tala aldrei um leikmenn sem eru ekki með okkur, en það er gott fyrir England að það séu ekki margir leikir í öðrum löndum. Ég vona bara að við höfum gefið öllu fólkinu góða sýningu í þessum leik,“ sagði Arteta.
Athugasemdir