Guangzhou FC, áður Guangzhou Evergrande, hefur undanfarin ellefu ár unnið titilinn í kínversku deildinni átta sinum.
Liðið hefur eytt fúlgum fjár í stórstjörnur úr evrópskum fótbolta en í dag gerðist nokkuð mjög óvænt þegar liðið féll úr kínversku ofurdeildinni.
Liðið hefur eytt fúlgum fjár í stórstjörnur úr evrópskum fótbolta en í dag gerðist nokkuð mjög óvænt þegar liðið féll úr kínversku ofurdeildinni.
Liðið tapaði í dag 4-1 gegn Changchun Yatai og hefur einungis unnið þrjá sigra í 33 deildarleikjum. Liðið á ekki lengur möguleika á því að halda sér uppi.
Guangzhou hefur frá árinu 2011 verið eitt af þeim liðum sem hefur eytt hvað mestu í leikmenn frá Evrópu. Fyrstu kaupin voru reyndar frá Brasilíu þegar liðið fékk Darío Conca í sínar raðir árið 2011. Í kjölfarið komu leikmenn eins og Lucas Barrios frá Dortmund, Alan frá RB Salzburg, Ricardo Goulart frá Cruzeiro og svo kom bomba árið 2016.
Jackson Martínez sjokkeraði fótboltaheiminn þegar hann hafnaði tilboðum frá mörgum félögum í Evrópu til þess að fara til Guangzhou sem greiddi Atletico Madrid 42 milljónir evra fyrir kólumbíska framherjann árið 2016. Þá var félagið nýbúið að kaupa Paulinho frá Tottenham á fjórtán milljónir evra. Síðustu stóru kaupin voru kaupin á Brasilíumanninum Talisca frá Benfica á tæplega 20 milljónir evra árið 2018.
Launin í Kína heilluðu marga öfluga leikmenn í Evrópu. Ezequiel Lavezzi var sennilega einn launahæsti leikmaður heims þegar hann lék með Hebei China Fortune og þeir Carlos Tevez og Oscar voru heldur ekki á neinum grínlaunum þegar þeir fóru til Sjanghæ. Oscar er enn að spila með Shanghai Port.
Umhverfið í kínverska boltanum breyttist talsvert í sumar, covid-takmarkanir og fjárhagsörðugleikar hafa sett stórt strik í reikninginn. Komandi inn í tímabilið rifti Guangzhou til að mynda samningum sínum við fimm brasilíska leikmenn og hefur liðið spilað að mestu á heimamönnum á þessu tímabili.
Athugasemdir