City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 16:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sveindís fær hæstu einkunn fyrir frammistöðu sína fyrri hluta tímabils
Í leik gegn Barcelona í Meistaradeildinni.
Í leik gegn Barcelona í Meistaradeildinni.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þýski miðillinn 90min.de hefur gefið leikmönnum Þýskalandsmeistara Wolfsburg einkunn fyrir frammistöðu þeirra fyrri hluta tímabilsins. Leikmenn höfðu þurft að fá einkunn í fimm leikjum eða fleiri til að vera nefndir.

Wolfsburg er á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir tíu umferðir. Liðið er þá komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir að hafa unnið riðilinn.

Það er skemmst frá því að segja að Sveindís fær hæstu einkunn af leikmönnum Wolfsburg. Hún fær átta af tíu mögulegum í einkunn.

„Sveindís var nánast alltaf sannfærandi þegar hún kom inn á sem varamaður. Með hraða hennar og tækni gat Sveindís hrisst upp í hlutunum. Það má segja að það sé svindl að setja Sveindísi inn á þegar andstæðingurinn er þegar orðinn þreyttur."

„Sprettirnir heppnast ekki alltaf en þegar þeir gerðu það þá var Wolfsburg nánast alltaf í hættulegri sóknarstðu. Fótboltinn virðist koma svo auðveldlega til Jónsdóttur: löng sending til vinstri, móttaka, sprettur, fyrirgjöf og mark. Einfalt en mjög áhrifaríkt."

„Þegar Jónsdóttir fékk minna pláss þá átti hún stundum í erfiðleikum og festist stundum. Hún gæti verið aðeins rólegri fyrir framan markið, en það er hægt að sjá í þeim stöðum líka hversu langt hún getur náð."


Sveindís hefur níu sinnum komið inn á sem varamaður og einu sinni verið í byrjunarliðinu í deildinni. Tvö mörk hefur hún skorað í leikjunum tíu og hún hefur lagt upp tvö mörk. Hún hefur einnig skorað eitt mark í Meistaradeildinni og lagt upp tvö í þeirri keppni.
Athugasemdir
banner
banner