City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 19:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Varane: Ég er tilbúinn, spilaðu mér
Mynd: EPA

Raphael Varane er í byrjunarliði Manchester United sem mætir Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í kvöld aðeins níu dögum eftir að hann tapaði úrslitaleiknum á HM.


Erik ten Hag sagði í viðtali fyrir leikinn að hann hafi rætt við franska landsliðsmanninn í gær sem vildi ólmur spila í kvöld.

„Svona er Varane, hann tekur ábyrgð og þess vegna er hann svona sigursæll, hefur unnið marga titla og hann er mjög mikilvægur fyrir liðið. Hann sagði við mig: Ég er tilbúinn, spilaðu mér," sagði Ten Hag.

Varane spilaði ekki í fyrsta leik Frakka á HM en var í byrjunarliðinu í öllum eftir það.


Athugasemdir
banner