Manchester United mætir Nottingham Forest í fyrsta deildarleik sínum eftir HM hlé. Leikurinn fer fram á Old Trafford, heimavelli Manchester United, og hefst hann klukkan 20:00.
Leikir dagsins í ensku úrvalsdeildinni:
17:30 Chelsea - Bournemouth
20:00 Man Utd - Nott. Forest
Leikir dagsins í ensku úrvalsdeildinni:
17:30 Chelsea - Bournemouth
20:00 Man Utd - Nott. Forest
Erik ten Hag, stjóri United, greindi frá því í viðtali í gær að liðið yrði áfram án þeirra Lisandro Martínez og Raphael Varane. Þeir léku í úrslitaleik HM fyrir rúmri viku síðan og eru ekki klárir í slaginn með United strax.
Í leiknum gegn Burnley í deildabikarnum í liðinni viku lék Casemiro við hlið Victor Lindelöf í hjarta United varnarinnar. Harry Maguire var fjarri góðu gamni veikinda en fyrirliðinn gæti spilað í kvöld.
„Hann er byrjaður að æfa og við erum ánægðir með það. Raphael Varane og Licha Martínez eru ekki mættir en vonandi snúa þeir til baka sem fyrst," sagði Ten Hag.
Ef Maguire kemur inn í liðið gæti það þýtt að Casemiro færi upp á miðsvæðið og Scott McTominay yrði mögulega að gera sér það að góðu að byrja á bekknum í kvöld. Þá er einnig spáð því að Antony komi inn í liðið fyrir Alejandro Garnacho, Aaron Wan-Bissaka haldi sæti sínu í hægri bakverði en Luke Shaw komi inn fyrir Tyrell Malacia í vinstri bakverðinum. David de Gea mun að öllum líkindum snúa aftur í markið, Martin Dubravka varði markið gegn Burnley.
Athugasemdir