Chelsea er komið langt í viðræðum sínum við Mónakó um kaup á Benoit Badiashile. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
Badiashile er miðvörður sem talinn er kosta um 35 milljónir punda.
Badiashile er miðvörður sem talinn er kosta um 35 milljónir punda.
Badiashile er 21 ára og á að baki tvo A-landsleiki fyrir Frakkland og hafði fyrir það spilað með öllum yngri landsliðum þjóðarinnar.
Hann á að baki 135 leiki fyrir Mónakó. Ef kaupin ganga í gegn verður hann þriðji miðvörðurinn sem Todd Boehly kaupir. Boehly tók við eignarhaldi Chelsea síðasta vor.
Síðasta sumar keypti Chelsea miðverðina Kalidou Koulibaly og Wesley Fofana.
Athugasemdir