City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
   þri 27. desember 2022 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðræður Chelsea við Mónakó langt á veg komnar
Á leið til Chelsea
Á leið til Chelsea
Mynd: EPA
Chelsea er komið langt í viðræðum sínum við Mónakó um kaup á Benoit Badiashile. Það er Sky Sports sem greinir frá þessu.

Badiashile er miðvörður sem talinn er kosta um 35 milljónir punda.

Badiashile er 21 ára og á að baki tvo A-landsleiki fyrir Frakkland og hafði fyrir það spilað með öllum yngri landsliðum þjóðarinnar.

Hann á að baki 135 leiki fyrir Mónakó. Ef kaupin ganga í gegn verður hann þriðji miðvörðurinn sem Todd Boehly kaupir. Boehly tók við eignarhaldi Chelsea síðasta vor.

Síðasta sumar keypti Chelsea miðverðina Kalidou Koulibaly og Wesley Fofana.
Athugasemdir
banner