Arsene Wenger, fyrrum stjóri Arsenal, var mættur á leik liðsins gegn West Ham á Emirates-leikvanginum í gær en þetta var í fyrsta sinn síðan 2018 sem hann mætir á völlinn.
Wenger var látinn fara frá Arsenal árið 2018 en hann hafði stýrt liðinu í 22 ár og unnið ensku úrvalsdeildina þrisvar.
Hann er eini stjórinn sem hefur unnið deildina án þess að tapa leik en stuðningsmenn tóku gleði sína þegar þeir sáu Wenger í stúkunni gegn West Ham í gær.
Wenger, sem starfar fyrir FIFA í dag, var að mæta á Emirates í fyrsta sinn síðan hann var látinn fara, en hann fylgdist þar með fyrrum lærisveini sínum, Mikel Arteta, stýra liðinu til sigurs.
Arsene Wenger finally got to see Arteta ball. ????pic.twitter.com/5o3tTUPSU8
— AfcVIP?? (@VipArsenal) December 26, 2022
There's only one Arsene Wenger ???? #ARSWHU Welcome home #Arsenal pic.twitter.com/yJe5XIiWIi
— Urbaz (@UrbazDar) December 26, 2022
Athugasemdir