Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 29. desember 2022 09:23
Elvar Geir Magnússon
Myndir: Fyrsti dagur Cody Gakpo hjá Liverpool
Mynd: Getty Images
Hollenski sóknarleikmaðurinn Cody Gakpo verður formlega orðinn leikmaður Liverpool um leið og janúarglugginn opnar en enska félagið staðfesti komu hans í gær. Hann er keyptur frá PSV Eindhoven fyrir 35-45 milljónir punda.

Gakpo skoðaði aðstæður á æfingasvæði Liverpool í gær og sinnti fjölmiðlaverkefnum. Félagi hans í hollenska landsliðinu, Virgil van Dijk, var á staðnum og bauð hann velkominn.

Gakpo hefur skorað níu mörk og átt tólf stoðsendingar í fjórtán deildarleikjum fyrir PSV á þessu tímabili. Þá hefur hann skorað þrjú mörk og átt tvær stoðsendingar í fimm Evrópudeildarleikjum.

Á HM skoraði hann í öllum leikjum Hollands í riðlakeppninni; gegn Senegal, Ekvador og Katar.

Sjá einnig:
Gakpo: Van Dijk sannfærði mig

Hér má sjá myndir sem teknar voru í gær, frá fyrsta degi Gakpo hjá Liverpool,
Athugasemdir
banner
banner
banner