
Unnar Steinn Ingvarsson er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur frá Fylki og er kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn Fjölni sem fram fer annað kvöld.
Unnar Steinn er í grunninn miðjumaður sem hefur einnig leyst stöðu bakvarðar hjá Fylki.
Unnar Steinn er í grunninn miðjumaður sem hefur einnig leyst stöðu bakvarðar hjá Fylki.
Hann hefur glímt við leiðinlegt meiðsli undanfarin ár sem útskýrir hvers vegna hann kom einungis við sögu í fjórum leikjum í Bestu deildinni í fyrra og fjórum leikjum á þessu ári.
Unnar er uppalinn í Fram en hélt í Árbæinn eftir tímabilið 2020. Hann er fæddur árið 2000 og var samningsbundinn Fylki út tímabilið 2026.
Félagaskipti Unnars eru varanleg, hann kemur ekki á láni. Á sínum tíma lék hann 14 leiki fyrir unglingalandsliðin.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir