Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 30. júlí 2024 10:13
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Unnar Steinn í Þrótt R. (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unnar Steinn Ingvarsson er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur frá Fylki og er kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn Fjölni sem fram fer annað kvöld.

Unnar Steinn er í grunninn miðjumaður sem hefur einnig leyst stöðu bakvarðar hjá Fylki.

Hann hefur glímt við leiðinlegt meiðsli undanfarin ár sem útskýrir hvers vegna hann kom einungis við sögu í fjórum leikjum í Bestu deildinni í fyrra og fjórum leikjum á þessu ári.

Unnar er uppalinn í Fram en hélt í Árbæinn eftir tímabilið 2020. Hann er fæddur árið 2000 og var samningsbundinn Fylki út tímabilið 2026.

Félagaskipti Unnars eru varanleg, hann kemur ekki á láni. Á sínum tíma lék hann 14 leiki fyrir unglingalandsliðin.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 22 11 6 5 50 - 27 +23 39
2.    Keflavík 22 10 8 4 37 - 24 +13 38
3.    Fjölnir 22 10 7 5 34 - 28 +6 37
4.    Afturelding 22 11 3 8 39 - 36 +3 36
5.    ÍR 22 9 8 5 30 - 28 +2 35
6.    Njarðvík 22 8 9 5 34 - 29 +5 33
7.    Þróttur R. 22 8 6 8 37 - 31 +6 30
8.    Leiknir R. 22 8 4 10 33 - 34 -1 28
9.    Grindavík 22 6 8 8 40 - 46 -6 26
10.    Þór 22 6 8 8 32 - 38 -6 26
11.    Grótta 22 4 4 14 31 - 50 -19 16
12.    Dalvík/Reynir 22 2 7 13 23 - 49 -26 13
Athugasemdir
banner
banner
banner