Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   þri 30. júlí 2024 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Væri stórfurðulegt ef hann fær ekki eitthvað tækifæri úti
Logi Hrafn Róbertsson.
Logi Hrafn Róbertsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Hrafn Róbertsson varð tvítugur í síðustu viku. Hann er algjör lykilmaður hjá FH og hefur verið það síðustu árin, en hann verður samningslaus í lok árs og erlend félög eru að fylgjast með honum.

Það er líka áhugi á honum innanlands en Valur gerði tilboð í hann nýverið. FH hefur hins vegar ekki áhuga á því að selja hann innanlands.

„Logi þarf auðvitað bara að meta hvað er best fyrir sig á þessum tímapunkti. Fyrir mér væri stórfurðulegt ef hann fær ekki eitthvað tækifæri úti," sagði Sæbjörn Steinke í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

„Hann hefur þann kost að geta spilað á miðjunni og í vörninni. Fyrir mér á hann alltaf að finna lið í efstu deild í Skandinavíu eða álíka. Hann er frábær leikmaður og ég skil FH-inga vel að vilja ekki missa hann innanlands. Það gæti verið hellings peningur í honum ef þeir selja hann á eitthvað sæmilegt út og svo prósentur áfram."

Logi er byrjunarliðsmaður í U21 landsliðinu og spilaði í janúar sinn fyrsta A-landsleik. Hann býr yfir reynslu af því að hafa bæði spilað sem miðvörður og miðjumaður.
Útvarpsþátturinn - Gluggaslúður, Evrópa og þeir bestu í 2. deild
Athugasemdir
banner
banner
banner