Guardiola áfram hjá Man City - Man Utd vill fá Goretzka - Davies til Real Madrid?
   mið 30. ágúst 2023 10:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsliðshópurinn - Stór nöfn ekki með
Orri Steinn kemur nýr inn í hópinn
Icelandair
Aron Einar er ekki í hópnum.
Aron Einar er ekki í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Orri er í hópnum í fyrsta sinn.
Orri er í hópnum í fyrsta sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, hefur valið hóp sem tekur þátt í mikilvægum leikjum gegn Lúxemborg og Bosníu í undankeppni Evrópumótsins 2024 í september.

Ísland er með þrjú stig eftir fjóra leiki og það er gríðarlega mikilvægt að taka sex stig úr þessum tveimur leikjum.

Þetta er annar hópurinn sem Hareide velur en að þessu sinni eru 23 leikmenn valdir en ekki 25 eins og síðast. Hjörtur Hermannsson, Kolbeinn Birgir Finnsson, Júlíus Magnússon og Orri Steinn Óskarsson koma nýir inn.

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er ekki með en hann hefur ekki spilað með félagsliði sínu Al-Arabi í upphafi nýs tímabils vegna meiðsla. Daníel Leó Grétarsson, Birkir Bjarnason, Þórir Jóhann Helgason, Arnór Sigurðsson og Albert Guðmundsson detta einnig út úr hópnum frá því síðast.

Hareide mun sitja fyrir svörum á fréttamannafundi síðar í dag.

Hópurinn:
Elías Rafn Ólafsson – C.D. Mafra – 4 leikir
Rúnar Alex Rúnarsson – Cardiff – 24 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson – Elfsborg – 4 leikir
Hörður Björgvin Magnússon – Panathinaikos – 48 leikir
Sverrir Ingi Ingason – FC Midtjylland – 42 leikir
Guðlaugur Victor Pálsson – Eupen – 36 leikir
Hjörtur Hermannsson – Pisa – 25 leikir
Valgeir Lunddal Friðriksson – Hacken – 7 leikir
Kolbeinn Birgir Finnsson – Lyngby – 2 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson – Dusseldorf – 19 leikir
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley FC – 86 leikir
Arnór Ingvi Traustason – IFK Norrköping – 47 leikir
Júlíus Magnússon – Fredrikstad – 5 leikir
Alfons Sampsted – FC Twente – 17 leikir
Mikael Egill Ellertsson – Venezia FC – 13 leikir
Mikael Neville Anderson – AGF – 20 leikir
Hákon Arnar Haraldsson – Lille – 11 leikir
Kristian Nökkvi Hlynsson – Ajax – 0 leikir
Sævar Atli Magnússon – Lyngby BK – 4 leikir
Jón Dagur Þorsteinsson – OH Leuven – 28 leikir
Alfreð Finnbogason – Eupen – 67 leikir
Orri Steinn Óskarsson – FCK – 0 leikir
Willum Þór Willumsson G.A.E. – 3 leikir
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner