Elvar Geir og Tómas Þór verða á sínum stað í útvarpsþættinum Fótbolti.net í dag. Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14 á X977.
Í þættinum í dag verður fyrsta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina afhjúpuð og farið yfir fréttir úr íslenska boltanum.
Í þættinum í dag verður fyrsta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina afhjúpuð og farið yfir fréttir úr íslenska boltanum.
Svo mætir Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur þáttarins í enska boltanum, í helmingsuppgjör úrvalsdeildarinnar. Hann velur sérstakt úrvalslið og fleira auk þess sem hitað verður upp fyrir viðureign Liverpool og Manchester United.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir