Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   mán 26. apríl 2010 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Spá Fótbolta.net: 12. sæti - Haukar
Haukum er spáð 12. sæti af sérfræðingum Fótbolta.net
Haukar fagna því að hafa komist upp úr 1. deildinni í fyrra. Spámenn telja komandi tímabil verða þeim erfitt.
Haukar fagna því að hafa komist upp úr 1. deildinni í fyrra. Spámenn telja komandi tímabil verða þeim erfitt.
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Haukar leika heimaleiki sína á Hlíðarenda.
Haukar leika heimaleiki sína á Hlíðarenda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Marteinsson er þjálfari Hauka.
Andri Marteinsson er þjálfari Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Lárusson ver mark Hauka.
Daði Lárusson ver mark Hauka.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Bergmann Gunnlaugsson verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá Haukum. Mikið mun mæða á honum innan vallar.
Arnar Bergmann Gunnlaugsson verður spilandi aðstoðarþjálfari hjá Haukum. Mikið mun mæða á honum innan vallar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvernig verður Guðjón Pétur Lýðsson í efstu deild eftir frábært ár í fyrra?
Hvernig verður Guðjón Pétur Lýðsson í efstu deild eftir frábært ár í fyrra?
Mynd: Fótbolti.net - Kristján Orri Jóhannsson
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að nýliðar Hauka endi í 12. og neðsta sæti Pepsi-deildarinnar í sumar og falli þar með beint niður aftur. Tíu sérfræðingar spá í deildina fyrir okkur þetta árið en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Haukar fengu 15 stig út úr þessu.

Sérfræðingarnir
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari, Hjörvar Hafliðason, Kristján Finnbogason, Ásmundur Haraldsson, Lárus Orri Sigurðsson, Guðlaugur Baldursson, Helgi Sigurðsson, Tómas Ingi Tómasson, Ásmundur Arnarsson, Leifur Garðarsson.


Um liðið:
Haukar eru nýliðar í deildinni. Þeir komu mörgum á óvart í 1. deildinni í fyrra þegar þeir tryggðu sér sæti í úrvalsdeild þvert á spár manna. Góð stemmning virtist í liðinu þá og þeir eru búnir að búa sér til umgjörð með því að spila á Vodafonevellinum. Andra Marteinssyni þjálfara fannst greinilega að liðið skorti reynslu og þeir hafa styrkt liðið með miklum reynsluboltum sem koma inn í liðið upp allan hrygginn. Þeir byrja á móti tveimur bestu liðum landsins, KR og FH sem er ókostur því það er mikilvægt fyrir liðið að byrja vel.

Styrkleikar:
Lið eiga eftir að vanmeta Hauka mikið og það er styrkleiki og ef þeir ná sömu stemmningu og baráttu og í fyrra þá er það mikill styrkileiki. Reynslan gæti hjálpað. Gengi liðsins veltur mikið á Arnari Gunnlaugssyni og hvort hann haldist heill allt tímabilið. Kjarninn af leikmannahópnum hefur spilað lengi saman og þekkist mjög vel sem er styrkleiki.

Veikleikar:
Mikið magn af mjög óreyndum leikmönnum sem margir hverjir eru að stíga sín fyrstu skref í efstu deild og þá hefur liðið glímt við mikil meiðsli upp á síðkastið sem er erfitt fyrir lið sem hefur ekki meiri breidd en raun ber vitni. Vörnin er stórt spurningamerki. Bakverðirnir eru ekki nógu sterkir fyrir efstu deild og miðverðirnir Guðmundur Mete og Þórhallur Dan Jóhannsson eru með þeim hægustu í deildinni auk þess sem þeir geta báðir verið tæpir vegna meiðsla. Andri Marteinsson þjálfari er einnig á sinni fyrstu leiktíð í efstu deild sem þjálfari og spurning hvernig hann ræður við verkefnið auk þess sem það er stór veikleiki gæti verið að að liðið spili heimaleiki sína í öðru bæjarfélagi.

Lyikilmenn:
Daði Lárusson, Þórhallur Dan Jóhannsson, Arnar Gunnlaugsson.

Gaman að fylgjast með:
Guðjón Pétur Lýðsson var frábær á miðjunni hjá Haukum í 1. deildinni í fyrra og það verður gaman að sjá hvernig hann kemur út í efstu deild. Þá verður gaman að sjá Ásgeir Þór Ingólfsson sem því miður byrjar tímabilið ekki vegna meiðsla en þar fer drengur sem hefur tekið stórstigum framförum á hverju ári undanfarin ár.


Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Þjálfarinn
Andri Marteinsson þjálfar lið Hauka fjórða árið í röð en hann hafði samið við félagið í september árið 2006 eftir að hafa áður þjálfað yngri flokka hjá félaginu.

Andri sem er 44 ára er einn af leikjahæstu mönnum efstu deildar en hann lék yfir 200 leiki í deildinni með liðum eins og Fylki, KR, FH og Víkingi og þá lék hann einnig 20 A-landsleiki.

Haukar unnu 2. deildina á fyrsta tímabili Andra við stjórnvölinn sumarið 2007 og tveimur árum síðar var hann búinn að koma liðinu upp í Pepsi-deildina þar sem það leikur í sumar.

Völlurinn:
Eftir miklar vangaveltur framan af vetri hvar Haukar myndu spila heimaleiki sína komu þeir á óvart þegar þeir gerðu samning við Val um að spila leikina á Vodafonevellinum á Hlíðarenda. Í fyrstu var talað um að hluti leikjanna færi fram þar en aðrir á Ásvöllum í Hafnarfirði en samkvæmt leikjaplani KSÍ fara allir leikirnir fram á Hlíðarenda.

Vodafonevöllurinn á Hlíðarenda er einn af glæsilegustu völlum landsins. Grasið er upphitað og við völlinn er stúka sem tekur 1201 áhorfendur í sæti og 44 í stæði undir þaki. Hinum megin við völlinn er svo hægt a standa meðfram endalínunni og þar gætu komist 980 áhorfendur.


Breytingar á liðinu:

Nýir frá síðasta sumri:
Arnar Bergmann Gunnlaugsson frá Val
Daði Lárusson frá FH
Daníel Einarsson frá ÍH/HV
Guðmundur Viðar Mete frá Val
Kristján Ómar Björnsson frá Þrótti
Kristján Óli Sigurðsson frá Reyni Sandgerði

Farnir frá síðasta sumri:
Ásgeir Þór Ingólfsson - Missir af hluta mótsins vegna meiðsla
Eiríkur Viljar Kúld í FH (var á láni)
Goran Lukic í Víði


Leikmenn Hauka sumarið 2010:
1. Daði Lárusson
2. Sindri Steinarsson
3. Pétur Örn Gíslason
4. Kristján Ómar Björnsson
5. Guðjón Lýðsson
6. Úlfar Hrafn Pálsson
7. Jónas Bjarnason
8. Hilmar Rafn Emilsson
9. Hilmar Trausti Arnarsson
10. Hilmar Geir Eiðsson
11. Þórhallur Dan Jóhannsson
13. Arnar Gunnlaugsson
14. Enok Eiðsson
16. Þórir Guðnason
17. Ásgeir Ingólfsson
18. Ísak Einarsson
19. Jónmundur Grétarsson
20. Daníel Einarsson
21. Gumundur Viðar Mete
22. Garðar Geirsson
23. Pétur Ásbjörn Sæmundsson
24. Kristján Óli Sigurðsson
25. Amir Mehicca
28. Stefán Daníel Jónsson


Leikir Hauka 2010:
10. maí: KR - Haukar
16. maí: Haukar - FH
20. maí: Selfoss - Haukar
24. maí: Haukar - ÍBV
31. maí: Stjarnan - Haukar
7. júní: Haukar - Breiðablik
14. júní: Keflavík - Haukar
21. júní: Haukar - Grindavík
27. júní: Fram - Haukar
4. júlí: Haukar - Fylkir
8. júlí: Valur - Haukar
18. júlí: Haukar - KR
25. júlí: FH - Haukar
5. ágúst: Haukar - Selfoss
8. ágúst: ÍBV - Haukar
16. ágúst: Haukar - Stjarnan
23. ágúst: Breiðablik - Haukar
30. ágúst: Haukar - Keflavík
12. september: Grindavík - Haukar
16. september: Haukar - Fram
19. september: Fylkir - Haukar
25. september: Haukar - Valur
banner
banner
banner