Uppfært 14:20: Um er að ræða aprílgabb. Engar treyjur fengust á tilboði og Gylfi er að sjálfsögðu í undirbúningi fyrir leik með Swansea gegn Stoke á morgun.
Hægt verður að nálgast nýju landsliðstreyjuna á sérstöku tilboðsverði í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli klukkan 13:15-14:00 í dag föstudag.
Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður á staðnum og býðst aðdáendum að fá mynd af sér með honum í treyjunni.
Hægt verður að nálgast nýju landsliðstreyjuna á sérstöku tilboðsverði í höfuðstöðvum KSÍ á Laugardalsvelli klukkan 13:15-14:00 í dag föstudag.
Landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður á staðnum og býðst aðdáendum að fá mynd af sér með honum í treyjunni.
„Þetta tilboð á treyjunni gildir aðeins í kringum þennan viðburð í dag og hægt verður að fá bæði aðalbúninginn og einnig hvíta varabúninginn sem sló eftirminnilega í gegn hjá áhorfendum á leiknum gegn Dönum á dögunum," segir Hilmar Þór Guðmundsson, fjölmiðlafulltrúi KSÍ en treyjan verður á 30% afslætti.
„Það styttist óðum í EM og ljóst að spennan með Íslendinga er orðin gríðarleg. Við ákváðum að kynda enn frekar undir hana í dag."
Við sama tilefni mun Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins, tilkynna hópinn sem mætir Hvíta-Rússlandi.
Gengið er inn um aðaldyr Laugardalsvallar.