Áhugi Man Utd á Delap eykst - Telja að Salah hafi áhuga á að fara til Sádi-Arabíu - Newcastle reynir við Elliott
   mið 02. apríl 2025 05:55
Elvar Geir Magnússon
Spánn í dag - Horfðu á Atletico - Barcelona frítt
Mynd: EPA
Fótbolti.net mun í kvöld (miðvikudagskvöld) í samstarfi við Livey streyma í beinni útsendingu leik Atletico Madrid gegn Barcelona í spænska bikarnum.

Um er að ræða seinni leik liðanna í undanúrslitum en fyrri leiknum lauk með stórskemtilegu 4-4 jafntefli.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 en á þessari síðu verður hægt að horfa á leikinn eftir innskráningu.

Sigurliðið mun leika gegn Real Madrid í úrslitaleik keppninnar en Real vann dramatískan sigur gegn Real Sociedad í gær.

Konungsbikarinn á Spáni í kvöld:
19:30 Atletico Madrid - Barcelona

Líklegt byrjunarlið Atletico Madrid:
Musso; Llorente, Gimenez, Lenglet, Reinildo; Simeone, Barrios, De Paul, Lino; Alvarez, Griezmann

Líklegt byrjunarlið Atletico Madrid:
Szczesny; Kounde, Cubarsi, Martinez, Balde; De Jong, Pedri; Yamal, Gavi, Raphinha; Lewandowski
Athugasemdir
banner
banner