Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 24. maí 2019 16:00
Arnar Daði Arnarsson
Best í 4. umferð: Fljótið er síbreytilegt og í stöðugu flæði
Elín Metta fagnar einu af mörkum sínum í sumar.
Elín Metta fagnar einu af mörkum sínum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta Jensen leikmaður Vals í Pepsi Max-deildinni fór á kostum í 4-0 sigri liðsins á HK/Víkingi í 4. umferðinni í vikunni.

Elín Metta skoraði eitt, lagði upp annað og átti þátt í þriðja mark Vals í leiknum. Fyrir vikið er hún leikmaður 4. umferðar í Pepsi Max-deildinni.

„Leikurinn var fremur jafn framan af og mér fannst HK/Víkingur spila fyrri hálfleikinn sérstaklega vel. Við fundum síðan taktinn almennilega í seinni hálfleik þar sem við náðum að láta boltann ganga hratt okkar á milli og nýttum færin okkar vel," sagði Elín Metta sem segir að dugnaður og eljusemi Valsliðsins hafi aðallega verið það sem skóp sigur liðsins.

Elín Metta er ánægð með spilamennsku sína bæði í leiknum gegn HK/Víkingi og í sumar.

„Það er vissulega mikilvægt að hafa unnið þá leiki sem nú þegar eru búnir í þessu Íslandsmóti en þegar fram í sækir stoðar það lítið að orna sér við hið liðna. Þessi góða byrjun gefur því fín fyrirheit en við ætlum að vera á tánum og halda áfram," sagði Elín Metta sem segir Valsliðið vera betra í ár en í fyrra.

„Þú stingur ekki fætinum tvisvar sinnum ofan í sama fljótið. Fljótið er síbreytilegt og í stöðugu flæði, rétt eins og lífið. Við erum ekki sama lið og við vorum í fyrra, við erum betra lið," sagði besti leikmaður 4. umferðar sem segir lítið hafa komið sér á óvart í upphafi móts.

„Það er ekkert sérstakt sem kemur mér á óvart en það er gaman að sjá hvað deildin hefur jafnast mikið. Toppbaráttan gæti orðið eitthvað eins og karlaboltinn á Englandi í ár. Spennandi og ræðst undir lok móts."

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi Max-deild karla og kvenna fá verðlaun frá Domino's í sumar.

„Ég vil helst einhverja pizzu með ananas," sagði Elín Metta að lokum.

Sjá einnig:
Best í 3. umferð - Birta Guðlaugsdóttir (Stjarnan)
Best í 2. umferð - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Best í 1. umferð - Hlín Eiríksdóttir (Valur)
Athugasemdir